English en
  • English en
English en
  • English en
Cart 0

Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Selma Hreggviðsdóttir

Sirra Sigrún Sigurðardóttir (1977) lauk BA prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og útskrifaðist með meistaragráðu frá School of Visual Arts í New York 2013. Verk Sirru eru kosmísk í eðli sínu og tengjast gjarnan vangaveltum um stöðu okkar inni í gangverki náttúrunnar, eðlisfræðinnar og þeirra afla sem halda heiminum gangandi. Þau sýna oft stöðu okkar sem einstaklinga, vægi okkar og smæð þar sem hið smáa er sett í samhengi við það stærra og merking er yfirfærð frá einu fyrirbæri yfir á annað svo úr verður ný skynjun.

Selma Hreggviðsdóttir útskrifaðist með MFA frá Glasgow school of Art árið 2014, BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og M.Art.Ed frá frá Listaháskóla Íslands árið 2020. Selma var tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021 og hefur hún sýnt bæði á Íslandi og víða erlendis og má þar nefna í Kling and Bang Reykjavík, Berg Contemporary Reykjavík, Civic Room Glasgó, Nýlistasafnið Reykjavík, Listasafni Akureyrar, Space 52 Aþenu og Klingental Basel. Selma gekk til liðs við Kling og Bang eftir að hún útskrifaðist 2010 og hefur unnið og staðið að ýmsum útgáfum og öðrum sýningartengdum verkefnum samhliða. Á meðal þeirra verkefna má nefna að hún var einn ritstjóri Endemis sjónrit um samtímalist Íslenskra kvenna og hefur stýrt sýningum í Listasafni Akureyrar og Gerðarsafni og stýrt framlögum Kling og Bagn til Listahátíðar árið 2018 og 2020. Hún var co-ordinator í Center for Architecture and Design í Skotlandi og sat í stjórn Sequences Real time Art Festival (2018 til 2020).