English en
  • English en
English en
  • English en
Cart 0

Haraldur Jónsson

Haraldur Jónsson vinnur jöfnum höndum í ýmsa miðla. Verk hans hafa ávallt
sterka vísun í nánasta umhverfi okkar með marglaga og leikandi tengingum við
líkamann, skynjunina, tilfinningar, tungumálið og því sem myndast í bilunum þar á
milli. Haustið 2018 var yfirlitssýningin Róf opnuð á Kjarvalsstöðum með verkum
frá þrjátíu ára ferli hans og síðastliðið sumar var hann tilnefndur Borgarlistamaður
Reykjavíkur 2019. Á ljósabasarnum í Nýlistasafninu eru verk sem gefa góða mynd
af höfundarverki hans.