English en
  • English en
English en
  • English en
Cart 0

Gígja Jónsdóttir

Gígja Jónsdóttir (f. 1991) nálgast viðfangsefni sín í gegnum ólíka miðla svo sem gjörninga, videó, sviðslistir og tónlist. Mannveran og umhverfi hennar í sviðsetningu og raunveru er hennar helsta þema sem og sambandið og samtalið við áhorfandann. Gígja lauk meistaranámi í myndlist frá San Francisco Art Institute vorið 2018. Hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2016 og af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. Meðal liðinna sýninga eru Löng helgi, Oddsson (2021), Samfélag skynjandi vera, Hafnarborg (2021), gjörningurinn Dead-Line, Open (2021) og einkasýningin Þrjár kynslóðir af bleikum, Midpunkt (2021). Gígja hefur gert fjölda dans- og sviðsverka, þar á meðal Heldrapönk (2019), WikiHow to Start a Punk Band (2017), A Guide to the Perfect Human (2017).

Gígja er einnig hluti af teknófiðludúóinu GEIGEN

www.gigjajonsdottir.com