English en
  • English en
English en
  • English en
Cart 0

Erling T.V. Klingenberg

Erling T.V. Klingenberg “CRX-230” – III Málverk, 2021

Erling er afar meðvitaður um útlit verkanna og hinar óhjákvæmilegu tilvísanir sem það vekur. Hins vegar er í raun seilst lengra en ætla mætti í fyrstu. Í stað þess að notast við hin hefðbundnu verkfæri málaralistarinnar, bursta, spaða og annað í þeim dúr, notar hann mótorhjól til að mála málverkin með því að setja málningarbakka undir aftara hjólið áður en hann snýr bensíngjöfinni og leysir úr læðingi hin hráu hestöfl hjólsins og skvettir málningu á strigann. Litir og hreyfing og hin frjálsa myndbygging málverkanna eru kunnugleg og minna kannski á eldgos en einnig liðna tíma, einsog verk Jacksons Pollocks og annarra abstrakt expressjónista. Hvað hyggst Erling fyrir nú? Er hann að gera tilkall til ákveðins tímabils í listasögunni, eins og hann hefur gert áður? Eða er hér e.t.v. um einlægari nálgun að ræða?

Erling T.V. Klingenberg er menntaður í myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, einnig við Listaháskólanna í Kiel og Frankfurt við Main í Þýskalandi og fékk MFA gráðu frá Nova Scotia College of Art & Design í Halifax. Verk í safneignum m.a.: Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík, Ísland. Listasafn Íslands, Reykjavík, Ísland. Nýlistasafnið, Reykjavík, Ísland. Hafnarborg, Hafnarfjörður, Ísland, Listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal, Joseph Beuys Foundation, Dusseldorf. Þýskaland. Einkasafn Jeff Koons, New York, Bandaríkin. Einkasafn Arthur C. Danto, Bandaríkin og fleiri verk í einkaeigu.