English en
  • English en
English en
  • English en
Cart 0

Claudia Hausfeld

Claudia Hausfeld (f. 1980, Berlín, GDR) fæst að mestu við ljósmyndun, bæði sem efnafræðilegt og vélrænt ferli en líka sem leið til að endurraða veruleikanum, minnka, teygja og færa í nýtt form. Verk hennar dansa á línunni milli hins ímyndaða og raunverulega og skoða muninn á því sem við sjáum og því sem við búumst við að sjá. Claudia lærði ljósmyndun við Listaháskólann í Zürich, Sviss og hlaut BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. www.claudiahausfeld.com